Stjórn Aspar

Stjórn

Elmar Hallgríms Hallgrímsson

Framkvæmdastjóri

Elmar Hallgríms Hallgríms hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hann hefur m.a. starfað sem framkvæmdastjóri hjá 365 og Samiðn – sambandi iðnfélaga.


Elmar hefur lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M gráðu frá Háskólanum í Pennsylvaniu. Þá hefur Elmar meistarapróf í fjármálum fyrirtækja og viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands.

Baldvin Arnar Samúelsson

Baldvin er formaður stjórnar félagsins. Hann hefur áralanga reynslu af vátryggingarstarfsemi, bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur m.a. sinnt ráðgjöf, stýrt vöruþróun og sölu- og markaðsmálum á sviði vátrygginga.

Ólöf Kristjánsdóttir

Ólöf hefur mikla reynslu af fjárfestingarstarfsemi, m.a. eigin fjárfestingum. Hún hefur einnig starfað sem ráðgjafi á sviði stefnumótunar og fjármála, bæði hér á landi og erlendis. Ólöf hefur einnig lokið prófi frá Columbia University.

Þórir Skarphéðinsson

Þórir hefur mikla um langt árabil starfað sem sjálfstætt starfandi lögmaður og hefur einna helst sérhæft sig í fjármála- og fyrirtækjalögfræði.

Þórir hefur lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands og LL.M gráðu frá Háskólanum í Lundi. Þórir hefur einnig lokið prófi til verðbréfaviðskipta og hefur réttindi til að flytja mál fyrir Landsrétti og Héraðsdómi.

Ingveldur Ásta Björnsdóttir

Ingveldur hefur yfirgripsmikla reynslu af fjármálastarfsemi sem og sjávarútvegi. Hún hefur um árabil starfað í bankastarfsemi og starfar nú sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja.

Ingveldur Ásta er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig lokið prófi í MPM námi við Háskólann í Reykjavík.

Írunn Ketilsdóttir

Varamaður í stjórn

Írunn hefur víðtæka reynslu úr fjármálastarfastarfsemi og einnig komið að margvíslegum verkefnum á sviði sjálfbærni. Írunn starfar nú sem forstöðumaður hjá Icelandair. 

Írunn hefur lokið meistaraprófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaraprófi frá háskólanum í Árósum.

Sigrún Edda Jónsdóttir

Varamaður í stjórn

Sigrún Edda hefur starfað á margvíslegum stöðum á sviði fjármála, bæði sem fjármálastjóri og fjármálaumsýslu. Þá hefur hún setið í bæjarstjórn Seltjarnes og nefndum á vegum bæjarins. Nú starfar hún sem sérfræðingur á sviði fjármála og rekstur hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Sigrún Edda er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, þá hefur hún lokið meistaraprófi frá Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og prófi til verðbréfaviðskipta.

List of Services

Share by: